Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Um ráðherratitil

Loksins mál sem kveikir í mér, enda skrifaði ég um þetta á Kreml á sínum tíma. Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi fyrir að leggja til að gamli valdsmannstitillinn ráðherra verði lagður niður, þó hún geri það raunar ekki á þeim forsendum sem mér finndust réttmætastar. Það er auðvitað orðið löngu tímabært að kasta út í hafsauga þeirri ímynd úr forneskjulegu stéttskiptingar- og valdaelítusamfélagi að þarna sitji einhverjir "herrar" sem "ráði yfir okkur" og upp verði tekinn titill sem samrýmist þjónustusamfélaginu og þjónustuhlutverki ríkisins.

Mér hefur þótt snyrtilegur siðurinn sem Engilsaxar hafa í þessum efnum (Bretar og Bandaríkjamenn, þ.e.a.s. um flest embætti nema þess sem í forsæti situr) þ.e. að kalla þetta einfaldlega ritara (sbr. foreign secretary í Bretlandi o.s.frv.).

Þannig yrði það sem nú heitir utanríkisráðherra ritari utanríkismála eða utanríkismálaritari, það sem nú kallast menntamálaráðherra yrði ritari menntamála eða menntamálaritari, fjármálaráðherra gæti verið ritari ríkisfjármála, eða ríkisfjármálaritari, eða einfaldlega fjármálaritari o.s.frv.

Ég held þó að forsætisráðherrann ætti að vera undantekning. Hann gæti annað hvort borið þann titil áfram, verið einfaldlega "ráðherra" eða ríkisritari (sbr. secretary of state, þó það sé ekki alveg það sama).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband