Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ekki gert neitt rangt?

Nr. 1. Hefur nánast drepið íslenskt atvinnulíf með hæstu vöxtum í heimi (og skýlir sér á bakvið aðra í þeim efnum).

Nr. 2. Er að ganga frá íslenskum fjölskyldum og heimilum með hæstu vöxtum í heimi. 

Nr. 3. Gerði krónuna að spekúlasjónsmynt með hæstu vöxtum í heimi, sem leiddi m.a. til Icesave-hneykslisins (enginn til að skýla sér á bakvið þá).

Nr. 4. Hefur skipt sér leynt og ljóst af stjórnmálum sem seðlabankastjóri.

Nr. 5. Orsakaði allsherjar árás á íslenskt bankakerfi með óvarlegum ummælum í fjölmiðlum. 

Nr. 6. Sýnir alþingi óvirðingu með því að neita að svara réttmætum spurningum um opinberar aðdróttanir og fullyrðingar um meinta vitneskju um íslenska bankahrunið.

Nr. 7. Hefur beitt sér persónulega gegn nokkrum stærstu fyrirtækjum Íslendinga. Er arkitekt Glitnis-klúðursins.

Nr. 8. Er útmálaður í erlendum fjölmiðlum sem vandamál og stendur þ.a.l. í vegi fyrir því að hægt sé að endurvekja traust á íslensku efnahagslífi. 

Nr. 9. Nýtur hvorki trausts þings né þjóðar og ætti að hafa vit á að segja af sér sjálfur, en tekur greinilega meinta persónulega hagsmuni sína framyfir hagsmuni þjóðarinnar.

Nr. 10. Er holdgerfingur íslenska bananalýðveldisins og andstöðunnar við raunverulegar lausnir á vanda þjóðarinnar og er því algerlega rangur maður á röngum stað á tíma endurreisnarinnar. 

Því miður er of mikið af svona mönnum í heiminum. Synd að þeim skuli treyst fyrir fjöreggjum þjóða. Enda fer sem raun ber vitni.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband