Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Svona á að dýpka kreppur!!!

Segja fólki að allt muni lækka í verði. Þá þorir enginn að gera neitt af því allir eru að bíða eftir að verðið lækki. Á meðan fara þeir sem sjá um sölu og þjónustu á hausinn og ástandið versnar og væntingarnar verða verri og verri og þá birtir seðlabankinn enn frekari dómsdagsspár og svona heldur þetta áfram öllum til bölvunar. Þetta er kallað verðhjöðnunarástand og íslenski seðlabankinn hefur svo sannarlega unnið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að búa það til. Í mínu hagfræðinámi lærði ég m.a. að til væru tvennskonar hagfræðingar: Þeir sem vissu að þeir gætu ekki spáð fyrir um framtíðina og hinir, sem vissu það, en gerðu það samt.
mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband